Fjóla Signý og Örn Davíðs best á Áramótamóti frjálsíþróttadeildar

Áramótamót frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss fór fram í íþróttahúsi Vallaskóla þriðjudaginn 27. desember sl. Örn Davíðsson FH sigraði í öllum fimm karlagreinum mótsins og Fjóla Signý Hannesdóttir Selfossi var atkvæðamest í kvennaflokki.

Örn Davíðsson FH sigraði í öllum fimm karlagreinum mótsins. Hann náði besta árangri ársins í hástökki án atrennu þegar hann stökk 1,66 m. Hann stökk einnig lengst allra í langstökki án atrennu með 3,01 m og í þrístökki án atrennu með 8,68 m. Örn stökk 1,70 m í hástökki og kastaði kúlunni 13,62 m. Ólafur Guðmundsson Laugdælum varð í 2. sæti í kúluvarpi með 12,42 m, í hástökki án atrennu með 1,55 m og í 3. sæti í hástökki með 1,60 m. Guðmundur Sverrisson ÍR stökk næstlengst í langstökki án atrennu eða 2,94 m og í þrístökki án atrennu 8,53 m. Auk þess sem hann lenti í 3. sæti í hástökki án atrennu þegar hann stökk 1,50 m. Orri Davíðsson Selfossi varð í 3. sæti í hástökki með 1,60 m og bróðir hans úr sama félagi, Þór Davíðsson, kastaði kúlunni til þriðja sætis með 11,10 m löngu kasti. Dagur Fannar Magnússon Selfossi, stökk 7,67 m í þrístökki og hlaut þriðju verðlaun fyrir. Félagi hans, Bjarki R. Bjarnarson, varð í 3. sæti í langstökki án atrennu þegar hann stökk 2,70 m og setti nýtt HSK-met í flokki 13 ára. Teitur Örn Einarsson Selfossi sigraði í kúluvarpi í flokki 14 ára þegar hann kastaði 4 kg kúlu 10,17 m.

Fjóla Signý Hannesdóttir Selfossi var atkvæðamest í kvennaflokki. Hún náði besta árangri ársins í langstökki án atrennu með 2,58 m og í þrístökki án atrennu með 7,83 m og sigraði í þeim greinum, auk þess sem hún stökk 1,50 m í hástökki sem dugði til sigurs. Í hástökki án atrennu lenti hún í 2. sæti með 1,25 m og í kúluvarpi er hún kast- aði 9,08 m. Eva Lind Elíasdóttir Þór sigraði í hástökki án atrennu með 1,25 m og í kúluvarpi með 10,12 m. Hún stökk næstlengst í langstökki án atrennu, 2,38 m og í þrístökki án atrennu 6,85 m. Hún varð önnur í hástökki með 1,45 m. Andrea Sól Marteinsdóttir Selfossi hlaut þriðju verðlaun fyrir að kasta kúlu 9,04 m og að stökkva 2,25 m í lanstökki án atrennu. Að lokum varð Kristín Rós Arnardóttir Selfossi í 3. sæti í þremur greinum. Hún stökk 1,15 m í hástökki án atrennu, 6,84 m í þrístökki án atrennu og 1,40 m í hástökki.

-sag/ög