Fjóla Signý valin í landsliðið

Fjóla Signý HSK/Selfoss
Fjóla Signý HSK/Selfoss

Íþrótta- og afreksnefnd Frjálsíþróttasambands Íslands hefur myndað nýjan landsliðshóp fyrir árið 2014. Hópurinn verður endurskoðaður að loknu innanhússtímabili árið 2014. Hópinn skipa 24 karlar og 19 konur.

Tveir keppendur aðildarfélaga HSK eru í hópnum, þau Fjóla Signý Hannesdóttir Selfossi og Kristinn Þór Kristinsson Samhygð. Bæði náðu þau frábærum árangri á síðasta ári og kemur því ekki á óvart að þau séu í hópnum. Þá er Hreinn Heiðar Jóhannsson frá Laugarvatni einnig í hópnum. Nánari upplýsingar á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.

Frétt af heimasíðu HSK.