Fjöldi Selfyssinga á æfingum yngri landsliða

Handbolti-Mynd
Handbolti-Mynd

Fjölmargir krakkar úr yngri flokkum Selfoss hafa verið valin til æfinga með yngri landsliðum HSÍ og verða í eldlínunni við æfingar og keppni í lok maí og byrjun júní.

Hildur Helga Einarsdóttir er í hópi 36 stúlkna sem Rakel Dögg Bragadóttir valdi til æfinga með U14 landsliði kvenna helgina 3.-5. júní.

Félgarnir Tryggvi Þórisson og Vilhelm Freyr Steindórsson voru valdir í U14 ára landsliði karla sem æfði helgina 3.-5. júní undir stjórn Maksim Akbashev.

Stöllurnar Elva Rún Óskarsdóttir og Katla María Magnúsdóttir æfðu með U16 ára landsliði kvenna helgina 27. - 29. maí. Þjálfarar eru Hrafnhildur Skúladóttir og Stefán Arnarson.

Haukur Þrastarson var valinn í U16 landslið karla sem æfði 26.-28. maí og aftur helgina 3.-5. júní. Þjálfari liðsins er Heimir Ríkarðsson.

Þá eru félagarnir Elvar Örn Jónsson U20 og Teitur Örn Einarsson U18 fastamenn í landsliðunum í sínum aldursflokki.

Auk þeirra fá átta ungmenni fædd 2003 tækifæri á að vera vera þátttakendur í handboltaskóla HSÍ en það er nokkurs konar upphaf að yngri landsliðum Íslands. Þau eiga framtíðina fyrir sér í handboltanum.

---

Drengirnir eru hluti af Íslandsmeistaraliði yngra árs í 5. flokki karla. Frá vinstri Örn Þrastarson (þjálfari), Aron Darri Auðunsson, Reynir Freyr Sveinsson, Guðmundur Tyrfingsson og Elvar Elí Hallgrímsson.
Stelpurnar stóðu sig vel í verkefnum vetrarins. Frá vinstri Tinna Sigurrós Traustadóttir, Íris Embla Gissurardóttir, Nadía Rós Axelsdóttir og Inga Sól Björnsdóttir.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Örn Þrastarson og Gissur Jónsson

Handboltaskóli HSÍ - Strákar Handboltaskóli HSÍ - Stelpur