Fjölskyldan öll með svarta beltið

Fjölskylda í taekwondo vefur
Fjölskylda í taekwondo vefur

Innan raða Umf. Selfoss er eina fjölskylda landsins þar sem allir meðlimir fjölskyldunnar eru með svart belti í taekwondo.

Á myndinni sem tekin var af því tilefni eru, frá vinstri: Daníel Jens Pétursson 3. dan, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir 1. dan, Davíð Arnar Pétursson 1. dan, Dagný María Pétursdóttir 1. dan og Pétur Jensson 1. dan.

Ástæða þess að Davíða Arnar er með rautt/svart belti og kraga á gallanum er sú að hann var einungis 11 ára þegar hann tók prófið en börn yngri en 15 ára bera svokölluð poom-belti en fá svo venjulegt svart belti og galla.

Mynd: Umf. Selfoss/Karítas Gunnarsdóttir