Fjórir með A-landsliði karla

Janus Ómar Haukur Elvar
Janus Ómar Haukur Elvar

Fjórir Selfyssingar hafa verið valdir í A-landslið karla sem mætir Litháen og Ísrael í byrjun nóvember. Þetta eru þeir Janus Daði Smárason (Göppingen), Ómar Ingi Magnússon (SC Magdeburg), Bjarki Már Elísson (TBV LEmgo) og Elvar Örn Jónsson (Skjern). 

Leikirinir fara fram í laugardalshöll þann 4. og 7. nóvember nk. Upphaflega stóð til að spila heimaleik og útileik, en vegna ástandsins óskaði Ísrael eftir að víxla heimaleikjum vegna ástandsins þar og varð HSÍ við þeirri ósk.

Leikir Íslands í undankeppni EM í nóvember:

Mið. 4. nóv. kl. 19.45                Ísland – Litáen
Lau. 7. nóv. kl. 16.00                 Ísland – Ísrael

Hópinn í heild sinni má sjá hér.


Mynd: Þeir Janus Daði, Ómar Ingi, Haukur og Elvar Örn eftir leik gegn Barin í lok árs 2018. Haukur verður ekki með að þessu sinni þar sem hann er að glíma við meiðsli.
Umf. Selfoss / ESÓ