Fjórtán frá Selfoss í yngri landsliðum

U-17 landslið Frakkland 2018
U-17 landslið Frakkland 2018

Selfyssingar eiga fjórtán fulltrúa í hópum yngri landsliða og hæfileikamótun Handknattleikssambands Íslands, sem æfa og keppa öðru hvoru megin við áramótin. Einnig var Teitur Örn Einarsson valinn í U-21 karla.

U-19 ára landslið karla tekur þátt í Sparkassen Cup í Þýskalandi og þar var Guðjón Baldur Ómarsson valinn í hópinn.

Önnur landslið koma saman til æfinga um áramótin og má sjá hér að neðan hvaða leikmenn Selfoss hafa verið boðaðir á æfingar.

U-19 karla
Guðjón Baldur Ómarsson

U-19 kvenna
Katla María Magnúsdóttir

U-17 karla
Ísak Gústafsson
Reynir Freyr Sveinsson
Tryggvi Þórisson
Vilhelm Freyr Steindórsson

U-15 karla 
Daníel Þór Reynisson
Einar Gunnar Gunnlaugsson
Hans Jörgen Ólafsson

U-15 kvenna
Lena Ósk Jónsdóttir
Tinna Traustadóttir

Hæfileikamótun HSÍ
Guðmundur Steindórsson
Jason Dagur Þórisson
Rúrik Nikolai Bragin

---

F.v. Tryggvi Þórisson, Reynir Freyr Sveinsson og Ísak Gústafsson voru allir valdir í U-17 ára landslið karla
Ljósmynd:
Umf. Selfoss/Hulda Jónsdóttir