Flugeldasala

Silfurleikar yngsti hópur
Silfurleikar yngsti hópur

Flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss er í félagsheimilinu Tíbrá á íþróttavellinum við Engjaveg.

Opið verður sem hér segir:

28. desember kl. 14 – 20.
29. desember kl. 10 – 22.
30. desember kl. 10 – 22.
31. desember kl. 10 – 16.

Hægt er að fylgjast með flugeldasölunni á fésbókarsíðu Ungmennafélags Selfoss.

Flugeldasala okkar er mjög mikilvæg fyrir fjáröflun félagsins og nauðsynleg til þess að við getum sinnt umfangsmiklu starfi félagsins. Flugeldasalan hefur verið hluti af starfi okkar í 25 ár. Við höfum sérstaklega gætt þess að bjóða upp á ódýrustu flugeldana í bænum og hressandi bombur af ýmsum gerðum. Svo verður að sjálfsögðu í ár. Flugeldasalan verður í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, og munum við taka vel á móti gestum okkar með rjúkandi heitu kaffi á könnunni.

Um leið og við þökkum ykkur fyrir stuðninginn og samstarfið á liðnum árum óskum við ykkur öllum heilla og gleði á nýju ári. Sjáumst hress á JÁVERK-vellinum strax á nýju ári þegar keppnistímabil okkar hefst af fullum krafti.