Frábær árangur hjá Taekwondodeild á RIG

Taekwondo RIG 2015
Taekwondo RIG 2015

Taekwondodeild Selfoss vann til sjö verðlauna á alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum, RIG, um liðna helgi. Alls unnu kependur deildarinnar til fjögurra gullverðlauan, einna silfurverðlauna og tveggja bronsverðlauna.

Daníel Jens vann fyrri bardagann sinn 23-11 á móti Kristmundi Gíslasyni frá Keflavík. Dómari stöðvaði bardagann þar sem Daníel var kominn tólf stigum yfir. Seinni bardagann vann Daníel einnig á tólf stiga reglunni á móti einum  reyndasta bardagamanni Íslands, Keflvíkingnum Helga Rafni Guðmundssyni. Bardaginn á móti Helga fór 16-4  og var einnig stöðvaður af dómara.

Dagný María Pétursdóttir vann sinn bardaga 10-2 gegn Gro Anita frá Noregi, en þær munu einnig keppa í sama flokki á NM eftir tvær vikur. Dagný þótti sýna frábæran karakter og átti frábæran dag á mótinu.

Gunnar Snorri Svanþórsson vann bardagann sinn 22-3 og var bardaginn stöðvaður af dómara þar sem Gunnar var kominn meira en tólf stigum yfir þegar þriðja lota byrjaði.

Kristín Björg Hrólfsdóttir vann sinn bardaga 17-5 og var bardaginn stöðvaður af dómara við upphaf þriðju lotu af sömu ástæðu og hjá Gunnari.

Hekla Þöll Stefánsdóttir hreppti silfurverðaun í poomsae,

Ásgeir Yu krækti í bronsverðlaun Hann  tapaði fyrir keppanda með svart belti en stóð vel í honum.

Ísak Máni Stefánsson hlaut einnig bronsverðaun en hann tapaði 23-10 á móti mjög reyndum keppanda í sinni fyrstu keppni í.

Greinilegt er að andstæðingar okkar eiga ekkert svar við þeirri tækni sem Selfossliðið hefur yfir að ráða, enda er Taekwondodeild Selfoss eina deildin með keppendur sem æfa með Team Nordic hópnum. Hópurinn æfir undir stjórn Niklas Andersson en þar er Sigursteinn Snorrason, meistari Taekwondodeildar Selfoss einnig þjálfari. Sigursteinn er sá eini frá Íslandi ásamt fleiri þjálfurum frá hinum Norðurlöndunum.

Aðrir keppendur í sparinng frá Selfossi voru Sigurjón Bergur Eiríksson en hann tapaði sínum fyrista bardaga í senior flokki 13-1 á móti Kristmundi frá Keflavík og Birgir Viðar Svansson tapaði sínum bardaga 9-7 á móti Helga Rafni frá Keflavík.

Myndir frá mótinu.

pj/gj

---

Verðlaunahafar Selfyssinga (f.v.) Hekla Þöll Stefánsdóttir, Ísak Máni Stefánsson, Daníel Jens Pétursson, Dagný María Pétursdóttir, Gunnar Snorri Svanþórsson, Kristín Björg Hrólfsdóttir og Ásgeir Yu.
Ljósmyndir: Tryggvi Rúnarsson