Frábær endurkoma

193142559_1882004145295961_2031780537136134465_n
193142559_1882004145295961_2031780537136134465_n

Selfoss og Grótta skildu jöfn þegar liðin mættust í Lengjudeildinni á föstudagskvöld.

Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en það var Grótta sem náði forystunni með marki úr óbeinni aukaspyrnu innan vítateigs Selfyssinga. Grótta tvöfaldaði forystu sína stuttu síðar og fór liðið með 2-0 forystu inn í hálfleikinn.

Eftir klukkutíma leik kom þriðja mark Gróttu og brekkan orðin ansi brött fyrir okkar menn. Selfyssingar héldu þó áfram og Hrvoje Tokic minnkaði muninn eftir undirbúning frá Gary Martin. Það var síðan varamaðurinn Valdimar Jóhannsson sem minnkaði muninn enn frekar stuttu síðar þegar hann skoraði fallegt mark aftur eftir undirbúning frá Gary. Tokic var aftur á ferðinni á 74. mínútu þegar hann jafnaði leikinn úr vítaspyrnu eftir að Valdimar hafði verið tekinn niður innan teigs.

Selfyssingar sóttu stíft síðustu mínútur leiksins en aldrei kom sigurmarkið. Frábær endurkoma hjá okkar mönnum!

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Liðið mætir Grindavík á þeirra heimavelli á fimmtudagskvöldið kemur.