Frábær liðsheild skilaði góðum sigri

PD kvk Valur-Selfoss (1)
PD kvk Valur-Selfoss (1)

Stelpurnar okkar heimsóttu Val á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í 9. umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í gær.

Þrátt fyrir að Valskonur hafi skorað strax í upphafi leiks voru Selfyssingar ávallt sterkari. Eftir að Dagný Brynjarsdóttir jafnaði fyrir Selfoss á 20. mínútu var ekki aftur snúið. Guðmunda Brynja Óladóttir kom Selfyssingum yfir á 36. mínútu og tveimur mínútum síðar bætti Blake Stockton við þriðja markinu.

Þrátt fyrir nokkra yfirburði Selfyssinga eftir leikhlé var seinni hálfleikur markalaus og glæsilegur 3-1 útisigur stelpnanna staðreynd.

Sigur Selfyssinga var afar sanngjarn. Spilamennska stelpnanna er mikil skemmtun og baráttan sem fylgir liðinu er til fyrirmyndar. Þetta var fyrst og fremst sigur fyrir liðheildina.

Að loknum níu leikjum er Selfoss í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig. Næsti leikur er mánudaginn 21. júlí gegn ÍBV í Vestmannaeyjum og hefst hann kl. 18:00.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is.

---

Dagný (7) fagnar marki Gummu (10) ásamt Ernu Guðjónsdóttur (22) og Celeste Bourille (21).
Mynd: Fótbolti,net/Hafliði Breiðfjörð