Frábær þátttaka í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Selfossi

frjalsithrottaskoli_2014 vefur
frjalsithrottaskoli_2014 vefur

Góð skráning var í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem starfræktur er á Selfossi í vikunni. Alls voru 36 krakkar skráð til leiks en skólinn er ætlaður fyrir börn á aldrinum 11 til 18 ára og er aðaláhersla lögð á kennslu í frjálsíþróttum.

Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg það er til dæmis farið í sund, leiki, haldnar kvöldvökur, farið í bíó, tvær grillveislur, pizzuveisla og endar skólinn svo með íþróttamóti.

Aðalumsjónarmenn með skólanum 2014 eru Selfyssingarnir Ágústa Tryggvadóttir og Fjóla Signý Hannesdóttir. Einnig munu fleiri þjálfarar og aðstoðarmenn vinna við skólann.

---

Krakkarnir stilltu sér upp í myndatöku á mánudag.
Mynd: Umf. Selfoss/Ágústa Tryggvadóttir