Fræðslu- og skemmtidagur frjálsíþróttaráðs HSK

hsk_rgb
hsk_rgb

Frjálsíþróttaráð HSK býður iðkendum sínum á aldrinum 11-15 ára (fædd 2001-2005) til fræðslu- og skemmtidags á Selfossi laugardaginn 30. apríl.

Dagurinn hefst á þátttöku í Grýlupottahlaupinu en skráning í það hefst kl. 10.30 í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss á íþróttavellinum. Síðan verður farið í sund og að sundferð lokinni verður boðið upp á pizzu í Selinu. Þangað kemur Bjarni Fritzson, handboltakappi, og flytur hann fræðsluerindi sem ber heitið Vertu óstöðvandi. Áætlað er að skemmtuninni ljúki um kl. 14-14.30.

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi 28. apríl svo hægt sé að panta pizzu og tekur Lára Hreinsdóttir á móti skráningum á netfangið lara.hreinsdottir@gmail.com eða í síma 899 4148.