Fram vann Selfoss en Valur og Afturelding skildu jöfn

Tveir leikir fóru fram í Ragnarsmótinu í gærkvöldi. Framarar unnu Selfyssinga 23:27 í fyrri leiknum en Valur og Afturelding gerðu jafntefli 23:23 í síari leiknum.

Framarar náðu fljótlega forustunni og héldu henni til loka fyrri hálfleiks en þá var staðan 14:16. Selfyssingar náðu að jafna í 18:18 en Framarar sigu síðan fram úr og héldu forustunni út leikinn. Lokatölur urðu 23:27. Jóhann G. Einarsson var markahæstur Framara með 6 mörk en þeir Sigurður Þorsteinsson, Stefán B. Stefánsson og Róbert Aron Hostert skoruðu 4 mörk hver. Hjá Selfyssingum skoraði Einar Pétur Pétursson 7 mörk, Jóhann Gunnarsson og Einar Sverrisson 4 mörk hvor, Matthías Halldórsson 3, Atli Kristinsson og Gunnar Ingi Jónsson 2 og Hörður Bjarnarson 1 mark. Helgi Hlynsson varði 9 skot og Sverrir Andrésson 8

Valur og Afturelding gerður jafntefli 23:23 í síðari leik kvöldsins, en Valur leiddi 14:12 í hálfleik. Hjá Val skoruðu Finnur Ingi Stefánsson og Valdimar Þórsson 6 mörk hvor. Hjá Aftureldingu skoraði Pétur Júníusson 6 mörk og þeir Jóhann Jóhannsson og Sverrir Hermannsson 4 mörk hvor.

Í kvöld mætast Selfoss og FH kl. 18:30 og ÍR og Afturelding. kl. 20:00.

Framarar eru efstir í A-riðli og mæta annað hvort ÍR eða Aftureldingu í úrslitaleiknum sem fer fram á morgun laugadag kl. 16:00. Leikur um 3. sætið er sama dag kl. 14:00 og um 5. sætið kl. 12:00.