Frístundastyrkurinn greiddur samstundis

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Nú er vetrarstarfið hjá deildum Umf. Selfoss að hefjast og er hægt að ganga frá skráningu og greiðslu í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra.

Sú ánægjulega breyting hefur orðið að nú er hægt að sækja frístundastyrk frá Sveitarfélaginu Árborg um leið og gengið er frá greiðslu í skráningar- og greiðslukerfinu Nóra. Með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í gegnum Ísland.is er á sama tíma hægt að sækja frístundastyrk frá Sveitarfélaginu Árborg.

Upplýsingar um nýskráningu í Nóra

Upplýsingar um innskráningu á Mín Árborg

Upplýsingar um æfingagjöld allra deilda

Við viljum benda á að gengið er frá skráningu og greiðslu æfingagjalda með því að skrá sig með rafrænum skilríkjum á Nóra eða í gegnum Mín Árborg á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar.

Upplýsingar um æfingatíma deilda veturinn 2016-2017

Fimleikar - Æfingatímar eru mismunandi eftir hópum

Frjálsar

Handknattleikur

Júdó

Knattspyrna

Mótokross - Engar skipulagðar æfingar í vetur

Sund

Taekwondo