Fyrsti æfingaleikur meistaraflokks kvenna

Knattspyrna - Unnur Dóra Bergsdóttir
Knattspyrna - Unnur Dóra Bergsdóttir

Meistaraflokkur kvenna lék sinn fyrsta æfingaleik fyrir komandi tímabil um helgina. Það voru Sindrastelpur frá Hornafirði sem komu í heimsókn á laugardaginn og endaði leikurinn 8-0 fyrir Selfoss.

Margar ungar stelpur voru að spila sinn fyrsta leik fyrir Selfoss og stóðu þær sig mjög vel.

Næsta verkefni hjá meistaraflokki kvenna er Íslandsmótið í Futsal, 17. desember - en þar eru stelpurnar ríkjandi Íslandsmeistarar!