Geggjaður sigur fyrir vestan

Knattspyrna - Mfl. kk. LD gegn Vestra
Knattspyrna - Mfl. kk. LD gegn Vestra

Selfyssingar sóttu þrjú afar mikilvæg stig þegar liðið sigraði Vestra í Lengjudeildinni á laugardag. Leikið var á Ísafirði og flaug liðið fram og til baka í leikinn.

Fyrri hálfleikur liðsins var að mörgu leyti nokkuð lokaður og færin létu á sér standa. Bæði lið þreifuðu á hvoru öðru en hvorugu liðinu tókst að setja boltann í netið í fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikur hófst með látum en heimamenn í Vestra tóku forystuna þegar síðari hálfleikur var alls ekki gamall. Það tók Selfyssinga ekki nema tæpar fimm mínútur að jafna leikinn. Atli Rafn Guðbjartsson var tekinn niður innan vítateigs gestanna og gat góður dómari leiksins ekki gert neitt annað en að benda á vítapunktinn. Gary Martin fór á punktinn en markvörður Vestra varði frá honum, Gary var þó vel vakandi, náði frákastinu og setti boltann auðveldlega í netið.

Það leit allt út fyrir það að liðin ætluðu að sættast á jafntefli en á 92. mínútu leiksins skoraði varamaðurinn ,Valdimar Jóhannsson, sigurmark Selfoss. Gary átti sendingu inn í vítateig Vestra, þar sem Valdimar var réttur maður á réttum stað og setti boltann yfir línuna.

Fleiri urðu mörkin ekki og frábær sigur Selfyssinga staðreynd. Liðið situr í 10. sæti deildarinnar, fimm stigum frá Þrótti R. sem er í því ellefta. Selfoss og Þróttur R. mætast einmitt í næstu umferð á JÁVERK-vellinum á Selfossi í dag, miðvikudag kl 19:15.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Umf. Selfoss/ahm

---

Byrjunarlið Selfoss á Ísafirði.
Ljósmynd: Umf. Selfoss