Glæsileg þjálfararáðstefna

Þjálfararáðstefna 004
Þjálfararáðstefna 004

Þjálfararáðstefna Árborgar var haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi um seinustu helgi og var þema ráðstefnunnar gleði, styrkur og afrek. Fjöldi þjálfara frá Umf. Selfoss sótti ráðstefnuna ásamt þjálfurum frá öðrum félögum í Árborg. Ráðstefnugestir voru ánægðir með bæði fræðandi, fjölbreytta og skemmtilega fyrirlestra.

Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Sveitarfélagsins Árborgar sem á heiður skilið fyrir að standa, með þessum hætti, vel að fræðslu og endurmenntun þjálfara í sveitarfélaginu. Ráðgert er að halda þjálfararáðstefnu Árborgar í þriðja sinn að ári.

---

Hluti ráðstefnugesta við setningu ráðstefnunnar í Fjallasal Sunnulækjarskóla.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson