Gleði og gaman á Nettómótinu

Fimleikar Nettómótið Selfoss strákar
Fimleikar Nettómótið Selfoss strákar

Laugardaginn 16. apríl mættu tæplega 200 þátttakendur frá fimm félögum í Iðu, íþróttahús FSu. Fimleikadeild Selfoss hélt í þriðja sinn Nettómótið í hópfimleikum en mótið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor í keppni í hópfimleikum.

Mótið fór mjög vel fram í alla staði og keppendur fóru glaðir heim með viðurkenningu fyrir þátttökuna. Keppendur voru á aldrinum 7- 13 ára en mótinu var aldursskipt. Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkur þátttökulið frá því um helgina. Fimleikadeild Selfoss óskar keppendum til hamingju með frábærar æfingar og vill koma þökkum til allra sem lögðu hönd á plóg og Nettó á Selfossi kærlega fyrir stuðninginn.

ob

---

Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Inga Heiða Heimisdóttir

Fimleikar Nettómótið Björk Fimleikar Nettómótið Stokkseyri strákar Fimleikar Nettómótið Stokkseyri stelpur Fimleikar Nettómótið Selfoss strákar Fimleikar Nettómótið Selfoss 5 Fimleikar Nettómótið Selfoss 4 Fimleikar Nettómótið Selfoss 3 Fimleikar Nettómótið Selfoss 2 Fimleikar Nettómótið Selfoss 1 Fimleikar Nettómótið III Fimleikar Nettómótið II Fimleikar Nettómótið I Fimleikar Nettómótið Hamar 3 Fimleikar Nettómótið Hamar 2 Fimleikar Nettómótið Hamar 1 Fimleikar Nettómótið Grótta