Gott stig á Akureyri

Einar Ottó gegn ÍA 2014
Einar Ottó gegn ÍA 2014

Selfyssingar héldu norður yfir heiðar um seinustu helgi og kepptu við KA í 1. deildinni.

KA fékk óskabyrjun og voru einungis tvær mínútur að koma boltanum í mark Selfyssinga. Þetta reyndist eina mark hálfleiksins. Selfyssingar kættust hins vegar í upphafi seinni hálfleiks þegar Einar Ottó Antonsson jafnaði metin en KA menn komust jafnharðan yfir aftur. Það var ekki fyrr en fimm mínútum fyrir leikslok að Hvergerðingurinn Ingþór Björgvinsson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Selfoss og jafnaði metin í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Myndaveisla úr leiknum er á vef Fótbolta.net.

Að loknum fimm umferðum eru Selfyssingar í áttunda sæti deildarinnar með fimm stig, hafa skorað fimm mörk og fengið á sig fimm. Næsti leikur Selfyssinga er gegn Fram á JÁVERK-vellinum fimmtudaginn 11. júní, kl 19.15.

---

Einar Ottó jafnaði metin fyrir Selfyssinga.
Ljósmynd úr safni: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð