Guðmundur Árni færist nær EM

EM 2016 Póllandi
EM 2016 Póllandi

Selfyssingurinn Guðmundur Árni Ólafsson er í 21 manna landsliðshópi sem Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi til undirbúnings fyrir EM 2016 sem fram fer í Póllandi. Þá er Bjarki Már Elíasson einnig í hópnum en hann lék um skeið með Selfoss.

Evrópumeistaramótið í handknattleik fer fram í Póllandi 15.-31. janúar n.k. og er þetta níunda EM í röð þar sem strákarnir okkar eru meðal þátttakenda.

Sjá nánar á vef HSÍ.

Þá hefur Aron Kristjánsson einnig valið 14 manna B landsliðs hóp leikmanna að utan og úr íslensku deildinni. Í hópnum er Selfyssingarnir Árni Steinn Steinþórson, leikmaður Sonderjyske og Janus Daði Smárason, leikmaður Hauka.