Guðmundur Tyrfingsson æfir með Norwich

synum-karakter
synum-karakter

Guðmundur Tyrfingsson leikmaður 4. flokks Selfoss er þessa dagana í sex daga heimsókn hjá enska fyrstu deildarfélaginu Norwich City þar sem hann æfir og spilar með U16 og U19 ára liðum félagsins. Ásamt Guðmundi er Hornfirðingurinn Ari Sigurpálsson, leikmaður HK við æfingar hjá Norwich City.

Guðmundur spilar fyrir 4. og 3. flokk Selfoss, en báðir flokkarnir komust í úrslit á Íslandsmótinu í sumar. Fjórði flokkur endaði tímabilið í efsta sæti í A-riðli

Gunnar Borgþórsson yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnudeild Selfoss er Guðmundi innan handar í ferðinni ásamt því að skoða aðstæður og koma á góðum samböndum við eina af fremstu knattspyrnuakademíu Bretlandseyja.

Strákarnir léku tvo æfingaleiki í ferðinni. Sá fyrri vannst 3-0 og skoraði Guðmundur tvö mörk í leiknum. Seinni leikurinn vannst 4-1 og skoraði Selfyssingurinn eitt mark.

Hjá Norwich eru tveir íslenskir leikmenn fyrir, þeir Atli Barkarson og Ísak Þorvaldsson, fyrirliði 17 ára landsliðs Íslands.

Verður virkilega gaman að fylgjast með þessum strák á komandi árum. Áfram Selfoss!