Gyða Dögg og Eric Máni Íslandsmeistarar

Mótokross - Eric Máni og Eiður Orri
Mótokross - Eric Máni og Eiður Orri

Fjórða og síðasta umferð Íslandsmótsins fór fram í Bolaöldu þann 29. ágúst.

Í kvennaflokki sigraði Gyða Dögg Heiðarsdóttir örugglega og tryggði sér því Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokk með fullt hús stiga, Ásta Petrea Hannesdóttir varð í fjórða sæti.

Í flokknum MX2 varð Alexander Adam í fjórða sæti og með því tryggði hann sér þriðja sæti til Íslandsmeistara. Frábær árangur hjá honum í sumar.

Í 85 cc flokknum var hörkubarátta um fyrsta sætið og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta moto dagsins þar sem Eric Máni Guðmundsson sigraði og Eiður Orri Pálsson lenti í öðru sæti.

Óskum við þeim öllum innilega til hamingju með góðan árangur í keppnum sumarsins.

---

Á mynd með frétt eru Eric Máni (nr. 24) og Eiður Orri (nr. 29) sem börðust um sigur í 85 cc flokki.
Á mynd fyrir neðan er Gyða Dögg sem vann öruggan sigur í kvennaflokki.
Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf. Selfoss