Hæfileikamót KSÍ

Í maí fór fram Hæfileikamót N1 og KSÍ fyrir stráka og stelpur í 4.flokki. Þórhallur Siggeirsson og Magnús Örn Helgason yfirmenn Hæfileikamótunar hjá KSÍ völdu hópa úr leikmönnum af öllu landinu til að koma saman til æfinga á Stjörnuvelli, Framvelli og Laugardalsvelli.

Björgey Njála Andreudóttir, Jónatan Máni Þórarinsson Baxter og Maksymilin Luba voru fulltrúar Selfoss í þessum hópum og stóðu sig virkilega vel.

Tilgangur hæfileikamóts KSÍ er að gefa strákum og stelpum sem standa sig vel hjá sínum félögum tækifæri til að mæta á KSÍ æfingar og kynnast landsliðsumhverfi, Hæfileikamót er fyrsta þrepið í landsliðsstiga KSÍ.

Fyrr á árinu átti Selfoss fjölmarga fulltrúa í Hæfileikamótun KSÍ

Birgir Logi Jónsson
Óli Freyr Sveinsson
Ragnar Hilmarsson
Þorleifur Tryggvi Ólafsson
Gabríel Úlfur Magnússon
Sólrún Njarðardóttir
Freyja Mjöll Gissurardóttir
Ásdís Erla Helgadóttir

Virkilega flottur hópur úr yngriflokka starfi knattspyrnudeildar sem stóð sig með prýði.