Héraðsmót HSK | Selfyssingar sigruði í yngri flokkum

Héraðsmót HSK innanhúss I
Héraðsmót HSK innanhúss I

HSK mótin í flokkum 11 ára og eldri í frjálsum íþróttum fóru fram í Kaplakrika sunnudaginn 13. janúar sl. Níu lið áttu keppendur á mótunum. Í upphafi dags hófu 90 krakkar á aldrinum 11-14 ára leik á aldursflokkamótinu og þar var mikið um persónulega sigra og bætingar. Umf. Selfoss sigraði stigakeppni aldursflokkamótsins örugglega en Garpur var í öðru sæti og Umf. Þjótandi í því þriðja.

Eftir hádegi bættust eldri iðkendur við keppendahópinn en þá hófst unglingamót 15-17 ára og héraðsmót fullorðinna. Umf. Selfoss sigraði unglingamótið en í öðru sæti varð Umf. Hrunamanna og Umf. Biskupstungna í því þriðja.

Héraðsmót í frjálsum fullorðinna innanhúss hefur verið haldið árlega frá árinu 1961. Aldursflokkamótið var fyrst haldið árið 1969 og unglingamótið hefur verið haldið óslitið frá 1971.

Umf. Þjótandi vann stigakeppni héraðsmótsins, en í öðru sæti var Umf. Selfoss og Umf. Þór í því þriðja. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjótandi sigrar í stigakeppninni en einn af forverum félagsins, Umf. Samhygð, vann keppnina einu sinni, árið 1965.

Tvö HSK met voru sett á mótinu, en Dagur Fannar Einarsson keppandi Umf. Selfoss bætti HSK metin í 60 metra grindahlaupi í flokkum 16 – 17 ára og 18 – 19 ára, en hann hljóp á 8,55 sek. Styrmir Dan Steinunnarson átti metið, 8,57 sek sett árið 2015.

Heildarúrslit mótana eru á www.fri.is og myndir má sjá á www.hsk.is.

Úr fréttabréfi HSK.