Hrafnhildur Hanna í eldlínunni

Hanna stjórnar leik Íslands U20
Hanna stjórnar leik Íslands U20

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðið eru í erfiðri stöðu eftir fyrri leik liðsins gegn Svartfjallalandi í umspili um sæti á HM í Danmörku í desember.

Íslenska liðið spilaði vel í upphafi leiks og náði mest sex marka forystu í stöðunni 10-4 en að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 12-12. Leikmenn íslenska liðsins sáu vart til sólar í síðari hálfleik og töpuðu að lokum með með níu marka mun, 28-19.

Hrafnhildur Hanna átti ljómandi góðan leik og var næst markahæst með 4 mörk á eftir Ramune Pekarskyte sem skoraði fimm mörk.

Seinni leikur liðanna fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 14. júní og hefst kl. 14:30.

---

Hrafnhildur Hanna var næst markahæst.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Eyjólfur Garðarsson