Ingi Rafn sæmdur silfurmerki Umf. Selfoss

Brynhildur Jónsdóttir, fulltrúi framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss, sæmdi Inga Rafn silfurmerki félagsins.
Brynhildur Jónsdóttir, fulltrúi framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss, sæmdi Inga Rafn silfurmerki félagsins.

Ingi Rafn Ingibergsson var sæmdur silfurmerki Umf. Selfoss á aðalfundi knattspyrnudeildar sem fór fram þann 26. nóvember síðastliðinn.

Ingi Rafn lék upp yngri flokka Selfoss. Árið 2002 lék hann sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Selfoss og spilaði hann yfir 300 meistaraflokksleiki fyrir félagið í öllum keppnum. Ingi Rafn var viðloðinn klúbbnum óslitið frá árinu 2010 þegar hann hóf að þjálfa yngri flokka félagsins samhliða því að leika með meistaraflokk félagsins.

Frá árinu 2017 var Ingi Rafn í fullu starfi á skrifstofu knattspyrnudeildar sem markaðs- og verkefnastjóri. Hann hefur á þeim tíma einnig þjálfað yngri flokka félagsins og síðustu þrjú tímabil var hann aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla ásamt því að þjálfa í knattspyrnuakademíu FSu.

Það er óhætt að segja að Ingi Rafn hafi lagt mikið til félagsins, bæði innan sem utan vallar.

Ingi Rafn hélt á ný mið í lok síðasta árs þegar hann hóf hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Ungmennafélag Selfoss þakkar Inga Rafni kærlega fyrir framlag hans til félagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.