Ingi Rafn tryggði gott stig í Grindavík

Ingi Rafn Ingibergsson
Ingi Rafn Ingibergsson

Selfyssingar sóttu afar mikilvægt stig til Grindavíkur í seinustu umferð Inkasso-deildarinnar þegar Ingi Rafn Ingibergsson skoraði jöfnunarmark okkar stráka þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar eru í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig eftir sjö umferðir og taka á móti toppliði KA á JÁVERK-vellinum á fimmtudag kl. 19:15. Þá sækja þeir Framara heim í fjórðungsúrslitum Borgunarbikarsins sunnudaginn 3. júlí kl. 16:00.

---

Ingi Rafn átti lokaorðið í Grindavík.
Ljósmynd: Umf. Selfoss