Ingi Rafn yfirgefur Selfoss

159708005_1819767474852962_6208836254286704210_o
159708005_1819767474852962_6208836254286704210_o

Inga Rafn þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum á Selfossi en hann hann hefur spilað með liðinu í þrettán tímabil eftir að hann sitt lék sína fyrstu leiki á Selfossi árið 2002.

Síðan þá hefur hann komið við hjá þremur liðum, ÍBV, Ægi og nú síðast Árborg á láni. Ingi hefur gengið til liðs við Árborg á nýjan leik og mun leika með liðinu í 4. deild í sumar.

 

Ingi hefur verið frábær þjónn fyrir félagið en hann á um 320 leiki spilaða fyrir Selfoss. Í þeim hefur hann skorað vel yfir 50 mörk. Hann hefur leikið með liðinu í 2. deild, 1. deild og úrvalsdeild.

Við þökkum Inga kærlega fyrir árin í vínrauðu treyjunni. Minningarnar eru ótalmargar bæði súrar og sætar.

Gangi þér vel í nýju liði!