Ísak valinn besta hægri skyttan í Frakklandi

U-17 landslið Frakkland 2018
U-17 landslið Frakkland 2018

U-17 ára landslið karla tók þátt í æfingamóti í Lille í Frakklandi nú um helgina. Liðið vann leik sinn við Sviss, tapaði gegn Króötum og gerði jafntefli við heimamenn Frakka. 

Þrír Selfyssingar voru í liðinu, þeir Ísak Gústafsson, Reynir Freyr Sveinsson og Tryggvi Þórisson. Strákarnir stóðu sig allir gríðarlega vel og var Ísak valinn besta hægri skyttan á mótinu.

Heilt yfir stóðu strákarnir sig vel, gerðu gott jafntefli við gríðarlega sterkt lið Frakka og voru óheppnir gegn Króötum. Aðeins munaði hársbreidd í báðum leikjum að ná sigri.

 

 

Úrslit leikja

Ísland 27-27 Frakkland
Ísak 5 mörk, Reynir og Tryggvi eitt mark hvor

Ísland 23-24 Króatía
Ísak 3 mörk og Tryggvi eitt mark

Ísland 28-25 Sviss
Tryggvi 3 mörk og Ísak eitt mark


Mynd: Tryggvi, Reynir og Ísak með U-17 ára landsliðinu í Frakklandi. Hulda Jónsdóttir