Ívan Breki framlengir til næstu þriggja ára

Hinn ungi og bráðefnilegi Ívan Breki Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Ívan er úr Landeyjunum en æfði og lék með KFR upp yngri flokka áður en hann gekk í raðir Selfoss

Ívan steig sín fyrstu skref með meistaraflokki karla síðasta sumar þegar hann lék samtals tólf leiki í deild og bikar. Á undirbúningstímabilinu sem hefur verið í gangi hefur Ívan leikið afar stórt hlutverk og byrjað alla leiki nema einn í hægri bakverði.

Við hlökkum til að fylgjast með Ívani í sumar og næstu þrjú ár hið minnsta!