Jólasýning fimleikadeildar Selfoss glæsileg að venju

Jólasýning fimleikadeildar Selfoss fór fram laugardaginn 9. desember sl. Þar sýndu iðkendur deilarinnar afrakstur mikilla æfinga síðastliðinna vikna og mátti sjá mikla gleði í andlitum barnanna þegar þau sýndu atriðin sín. Þemað í ár var ævintýrið um týndu prinsessuna Garðabrúðu. Í sögunni eru margar stórskemmtilegar persónur sem hóparnir túkluðu á sinn einstaka hátt. Sýningin var vel sótt, en tæplega þúsund manns lögðu leið sýna á sýninguna sem sýnd var þrisvar sinnum yfir daginn. 
Helga Margrét Höskuldsdóttir var sögumaður eins og sl. ár og las hún söguna frábærlega og hreif áhorfendur með sér inn í ævintýraheiminn. Jólasýninganefndina í ár skipa þær Unnur Þórisdóttir, Margrét Lúðvígsdóttir, Ása Kristín Jónsdóttir, Berglind Elíasdóttir, Sesselja Sólveg og Kristín Hanna Jóhannesdætur. Afrakstur þeirra mátti sjá í búningasaum og leikmyndagerð ásamt því að skrifa söguna og sjá um allt sem við kom sýningunni. Inga Heiða Heimisdóttir var á staðnum og tók myndir af krökkunum á öllum þremur sýningunum og má nálgast myndirnar á Facebook síðunni Selfoss fimleikamyndir. 
Meðfylgjandi eru nokkrar vel valdar myndir og þökkum við kærlega fyrir komuna.

 

Ljósker

Epli

Hesturinn Maximus

Goðlaug

Hallarvörður

Goðlaug þegar hún var gömul norn

Töfrablómið

Paskal eðla

Þrjótur

Þorpsbúar

Flynn og Garðabrúða