Landsbankamótið 2016

Helgina 22.-24. apríl verður Landsbankamótið í 7. flokki stráka og stelpna haldið á Selfossi og er um að ræða síðasta mót vertarins.

Leikið er á þremur völlum í íþróttahúsi Vallaskóla og á þremur völlum í íþróttahúsi FSu. Aðeins eru 50 metrar milli húsanna, gisting og matur eru í Vallaskóla.

Fyrirkomulagið er þannig að stelpurnar byrja klukkan fjögur á föstudegi og ljúka keppni um hádegi á laugardegi. Þá taka strákarnir við og spila fram yfir hádegi á sunnudegi.

Mótið er mun stærra en fyrri mót vetrarins þar sem öll lið leika 3-4 leiki hvorn dag.

Þátttökugjald er kr. 6.000 á þátttakanda, þetta er svokallað „pakkamót” og er innifalin gisting í eina nótt, tvær heitar máltíðir og morgunverður.

Einnig verður haldin kvöldvaka þar sem aðalgestir verða Gunni og Felix og frítt er í sund á meðan á móti stendur.

Þátttökutilkynning hefur verið send út og þá þurfum við að fá tölu iðkenda, þjálfara og foreldra í gistingu. Foreldrar og þjálfarar gista frítt.