Landsbankinn styrkir handknattleiksdeildina

Landsbankinn styrkir Selfoss
Landsbankinn styrkir Selfoss

Í tilefni þátttöku karlaliðs Selfoss í Evrópukeppninni í handbolta í vetur hefur Landsbankinn á Selfossi, sem einn aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildarinnar, ákveðið að styrkja deildina aukalega um 500.000 kr. vegna þátttöku liðsins í keppninni. Landsbankinn á Selfossi hefur verið um árabil stoltur styrktaraðili handknattleiksdeildarinnar og þakkar handknattleiksdeildin þennan góða styrk frá Landsbankanum.


Mynd: Helga Guðmundsdóttir frá Landsbankanum á Selfossi afhenti styrkinn í leik Selfoss og Fram í síðustu viku.