Leiðtogaskóli NSU

Leiðtogaskóli NSU verður að þessu sinni haldinn í Skovly í Danmörk dagana 1.-6. október nk. Leiðtogaskóli NSU hefur verið haldinn reglulega og síðast hér á Íslandi 2011. Þema vikunnar er einstaklings framtakið, mikilvægi leiðtogahæfileika og lausn ágreiningsmála. Þátttakendur eru á aldrinum 18–30 ára og koma frá aðildarfélögum NSU á Norðurlöndunum. UMFÍ á sæti fyrir 4 þátttakendur að þessu sinni.

Þátttökugjald er 1.000 danskar krónur á einstakling fyrir utan ferðakostnað sem viðkomandi greiðir en gert er ráð fyrir endurgreiðslu ferðakostnaðar allt að 50-70%. Ætla má að endurgreiðsla sé 70 % fyrir Íslendinga.

Miklir möguleikar eru á styrkum til ferðarinnar.

Frestur til að sækja um er stuttur eða til 14. september.

Allar nánari upplýsingar veitir Sabína Steinunn Halldórsdóttir Landsfulltrúi UMFÍ sabina@umfi.is