Lokaleikur Sumarsins!

Vestramenn mæta á JÁVERK völlinn í síðasta heimaleik Selfoss þetta sumarið!

Strákarnir okkar ætla að hafa spennu fram á síðustu stundu í Lengjudeildinni og gulltryggja sætið sitt í deildinni í síðasta leiknum.

3. og 4.flokkar verða heiðruð í hálfleik inni í LindexHöllinni og veitt verða verðlaun fyrir m.a. mestu framfarir, bestu ástundun o.s.frv. þannig að við hvetjum alla foreldra, forráðamenn, ömmur, afa og alla sem vilja að mæta á völlinn og kíkja á krakkana í hálfleik inni í höll því það verður FRÍTT á völlinn í boði Huppu!

 

Leikskráin er klár, þar getið þið kynnst Hrannari Snæ betur!