Magnús Øder snýr aftur heim

DSC02531
DSC02531

Magnús Øder Einarsson hefur samið við Selfoss til tveggja ára.  Hann er Selfyssingum að góðu kunnur, enda uppalinn hér. Þessi 22 ára leikmaður lék síðast með Selfoss í Olísdeildinni tímabilið 2016-17 þegar Selfoss lenti í 5. sæti í deildinni.  Eftir það hefur hann leikið með ÍF Mílan, Þrótti R og nú síðast var hann á mála hjá Gróttu.  Þar var hann markahæstur í vetur og með 85 mörk í 20 leikjum ásamt því að vera öflugur varnarlega.

Við bjóðum Magnús Øder hjartanlega velkominn aftur heim í sveitina.


Mynd: Magnús Øder byrjaði á því að finna markið í Hleðsluhöllinni.
Umf. Selfoss / ÁÞG