Minningarmótið um helgina

IMG_4390
IMG_4390

Minningarmótið um Magnús Arnar Garðarsson verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla sunnudaginn 3. maí.  Minningarmótið er árlegur viðburður hjá deildinni og nota iðkendur mótið sem undirbúning fyrir síðasta mót vetrarins en það er í ár vormót FSÍ sem haldið verður á Egilsstöðum.  Mótið á sunnudaginn er í tveimur hlutum  sá fyrri hefst með innmars klukkan 11:35 og seinni hlutinn hefst með innmars klukkan 14:30.  Á sunnudaginn keppa hópar sem heita HB og S.  Eftir seinni hlutann á sunnudag verða viðurkenningar veittar til einstaklinga fyrir framfarir og ástundun og efnilegustu unglingarnir krýndir.  Eins verður félagabikarinn afhentur.  Það verður því líf og fjör í Vallaskóla á sunnudaginn.  Í lok maí verður svo síðari hluti minningarmótsins en þá taka yngri börnin þátt allt frá öðrum bekk og niður.