Nýjungar í styrktarþjálfun handboltaakademíunnar

Á æfingu í dag mætti gestaþjálfari í handboltaakademíuna og stjórnaði hann æfingu með 2.-3. flokki og meistaraflokki karla saman. Hann heitir Kristján Ómar Björnsson og hefur verið að vinna mikið með hoppþjálfun og fyrirbyggjandi æfingar, m.a. hjá Haukum. Um næstu helgi verður Kristján svo með stelpuflokkana. Lagði hann fyrir plan sem er í þremur fösum sem er upphaflega frá læknasamtökum í Ohio en lagt verður upp með planið frá meistaraflokki og allt niður í 4. flokk. Aðaláhersla þessarar þjálfunar eru fyrirbyggjandi æfingar gegn meiðslum svo sem krossbandsslitum, styrkja hné og fleira auk þess sem að unnið verður í að auka stökkkraft og sprengikraft leikmanna.

Nokkuð er um nýjungar í styrktarþjálfuninni í handboltaakademíunni en Arnar Gunnarsson meistaraflokksþjálfari er nýr styrktarþjálfari þar. Lögð verður sérstök áhersla á að vinna einnig með styrktar- og hoppþjálfunina líka á sjálfum handboltaæfingunum hjá 2. og 3. flokki auk meistaraflokks. Er þá ekki bara verið að vinna í líkamlegum þáttum á styrktaræfingunum og ætti að þannig að vera hægt að ná enn betri árangri í þessum efnum. Einnig er unnið með fyrirbyggjandi æfingar fyrir mjaðmir, ökkla, axlir o.s.frv. og er það plan keyrt bæði í akademíunni og meistaraflokki.

Heimasíðan spurði Arnar Gunnarsson þjálfara meistaraflokks og 2. flokks og Stefán Árnason þjálfara 3. og 4. flokks út í hugsunina með þessari þjálfun í vetur.
Segja þeir að markmiðið í vetur sé ekki bara að búa til góða handboltamenn heldur einnig að bæta strákana sem alhliða íþróttamenn. Markmiðið sé að auka styrk og sprengikraft hjá strákunum auk þess að halda þeim heilum. Sé þetta prógramm góður liður í því.

Hér eru svo myndir frá æfingu dagsins.

 

styrktaræfingar

styrktaræfingar