Ólöf Eir með besta afrekið.

Aldursflokkamót HSK í sundi fór fram á Hvolsvelli laugardaginn 28. apríl. Um er að ræða einstaklingskeppni svo og stigakeppni þáttökufélaga. Hamar í Hveragerði vann stigakeppnina í ár, 119 stig, Selfoss fékk 111 stig, Dímon á Hvolsvelli fékk 64 stig, Íþróttafélagið Garpur fékk 15 stig og UMFH fékk 5 stig. Ólöf Eir Hoffritz fékk bikarinn fyrir besta afrek mótsins en hún synti 100m skriðsund á tímanum 1.13,58 sem gefur 468 stig skv. alþjóðlegri stigatöflu FINA. Heildarúrslit mótsins má sjá undir úrslit - utanfélagsmót.