Öruggur sigur á móti ÍH

Egill
Egill

Sigur Selfyssinga var aldrei í hættu þegar þeir tóku á móti ÍH. Selfoss byrjaði leikinn strax af krafti og komust t.d í 9 – 2 þegar fyrri hálfleikurinn var tæplega hálfnaður. Gestirnir börðu aðeins frá sér undir lok seinni hálfleiks og náðu að minnka muninn en staðan var 15-11 fyrir Selfoss þegar flautað var til leikhlés. Selfyssingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik, skoruðu þrjú fyrstu mörkin eftir hlé og juku forskotið smátt og smátt. Eins og áður sagði var sigurinn aldrei í hættu og lokatölur 33 – 19 fyrir Selfoss. Eftir þennan leik er Selfoss með 17 stig og situr áfram í þriðja sæti deildarinnar.

Það var margt jákvætt við leik Selfyssinga í kvöld. Til dæmis er alltaf skemmtilegt þegar allir útileikmenn liðsins komast á blað og skora mark eins og í þessum leik.

Egill Eiríksson, sem spilaði sinn fyrsta leik með Selfoss, stóð sig vel og var markahæstur með sex mörk. Hörður Másson kom næstur með fimm mörk, Andri Már skoraði fjögur mörk, Sverrir Pálsson, Daníel Arnar og Matthías Örn skoruðu þrjú hver, Guðjón Ágústsson, Árni Geir og Jóhann Erlings skoruðu tvö hver, Egidijus Mikalonis, Ómar Vignir og Gunnar Ingi skoruðu allir eitt mark.

Sebastian varði 14 bolta sem gerir 56% markvörslu og Sölvi Ólafsson var með 8 varða bolta sem gerir 50% markvörslu.

Meðfylgjandi mynd tók Inga Heiða af Agli Eiríkssyni sem var tekinn föstum tökum af leikmanni ÍH

Fleiri myndir  frá leik Selfoss - ÍH má sjá hér (Facebook síða Selfoss Handbolti)