Oskar Wasilewski í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við Oskar Wasilewski um að leika með liðinu næstu 2 keppnistímabilin.

Oskar er uppalinn á Akranesi og kom upp í gegnum yngri flokka starf ÍA. Oskar lék tímabilið 2021 í Lengjudeildinni með Aftureldingu en skipti þaðan yfir í Kára þar sem hann lék 19 leiki í 3. deild tímabilið 2022.

Oskar er fjölhæfur leikmaður sem aðallega hefur leikið sem varnarmaður á sínum meistaraflokks ferli og getur leyst allar stöður í öftustu línu virkilega vel.


Velkominn á Selfoss!