Pakkaþjónusta jólasveinanna

Ungmennafélag Selfoss hefur sinnt ýmsum skyldustörfum fyrir jólasveinana úr Ingólfsfjalli eins og að bóka heimsóknir fyrir þá í skóla, leikskóla og fyrirtæki. Á aðfangadag frá kl. 10:00 - 13:00 hafa jólasveinarnir boðist til að fara með litla jólapakka heim til krakka á Selfossi. Til að nýta sér þá þjónustu þarf að koma pökkunum í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, Engjavegi 50 (við íþróttavöllinn), á Þorláksmessu 23. des. kl. 18:00 – 21:00. Hver sending kostar kr. 1.000 á fjölskyldu. Upplýsingar um þessa þjónustu má fá í síma 482 2477, 897 6323 eða 893 2092.

Gleðileg jól!