Ragnarsmótið - Dagur 2

vis_logo-300dpi(rautt)
vis_logo-300dpi(rautt)

Tveir leikir fóru fram á Ragnarsmótinu í handbolta í kvöld. Afturelding vann Gróttu 20-19 og HK vann Selfoss 28-27.

Í fyrri leik kvöldsins vann Afturelding sigur á Gróttu, 20-19, en staðan í hálfleik var 13-11 Aftureldingu í vil. Jóhann Jóhannsson skoraði fimm mörk fyrir Aftureldingu og Vilhjálmur Hauksson sex mörk fyrir Gróttu.

Í seinni leik kvöldsins vann HK Selfoss, 28-27, í hörkuleik eftir að Selfoss hafði verið yfir í hálfleik 14-12.

Andri Hrafn Hallsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Hörður Másson skoraði 6 og Sverrir Pálsson 5. Ómar Helgason, Árni Felix Gíslason, Jóhannes Snær Eiríksson og Matthías Halldórsson skoruðu allir 2 mörk og Jóhann Erlingsson 1. Markahæstir hjá HK voru Jóhann Gunnlaugsson með 5 mörk og Atli Karl Bachmann með 4.

Staðan eftir leiki kvöldsins er þannig að í A-riðli eru ÍR og HK með tvö stig en Selfoss stigalaust. Í B-riðli eru ÍBV og Afturelding með 2 stig en Grótta stigalaus.

Riðlakeppninni lýkur á morgun með 2 leikjum. Klukkan 18:30 spila Selfoss og ÍR og klukkan 20:00 spila ÍBV og Grótta. Mótinu lýkur svo á laugardag þegar leikið verður um sæti.