Risa knattspyrnuhelgi lokið

19096178_10211698255964900_1479492429_o
19096178_10211698255964900_1479492429_o

Um liðna helgi hélt knattspyrnudeild Selfoss tvö vel heppnuð mót fyrir 6. flokk í knattspyrnu.

Á fimmtudag komu rúmlega 250 stelpur og tóku þátt í fyrsta Lindex-mótinu fyrir 6. flokk kvenna. Mótið var virkilega vel heppnað í alla staði og búast má við að það verði enn stærra á næsta ári.

Um helgina var hið árlega Set-mótið haldið fyrir yngra ár 6. flokks karla. Hátt í 600 strákar kepptu þar í tíu deildum og var hart barist við frábærar aðstæður.

Á mótunum vakti mikla og góða athygli regla, „bannað að negla'nn, reglan" sem skyldar markverði liða til að spila út á næsta mann. Varnarliðunum er ýtt aftur fyrir miðlínu og mega ekki pressa fyrr en markvörður hefur komið bolta í leik.

Lindex og Set gáfu öllum þáttakendum mótanna veglegar þátttökugjafir ásamt því að veittt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hverri deild.

Þegar mest var voru tæplega þrjú þúsund manns á JÁVERK-vellinum að fylgjast með framtíðar knattspyrnufólki þjóðarinnar ásamt því að njóta veðurblíðunnar.

Knattspyrnudeildin vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem komu við um helgina bæði til þess að taka þátt í mótunum og styðja við krakkana.

Einnig þökkum við þeim frábæru sjálfboðaliðum sem hjálpuðu til að mótin gengu vel fyrir sig.

Áfram Selfoss

iri/gj