Selfoss fær austurríska landsliðskonu

Screen Shot 2018-01-31 at 09.24.42
Screen Shot 2018-01-31 at 09.24.42

Selfoss hefur fengið austurrísku landsliðskonuna Sophie Maierhofer til liðs við sig.

Sophie var í leikmannahópi Austurríkis á EM í Hollandi síðastliðið sumar en hún kom ekki við sögu í 3-0 sigri liðsins á Íslandi á mótinu.

Sophie er 21 árs gömul en hún spilar á miðjunni. Hún á tólf landsleiki að baki með Austurríki.

Í dag er Sophie í háskóla í Bandaríkjunum en hún er væntanleg til Íslands um miðjan maí. Hún spilar síðan með Selfyssingum fram í ágúst áður en hún fer aftur til Bandaríkjanna. Eva Lind Elíasdóttir, leikmaður Selfoss, er í sama skóla og Sophie.

Á meistaraflokksferli sínum hefur Sophie annars spilað með Werder Bremen í Þýskalandi.

Selfoss komst upp í Pepsi-deild kvenna á nýjan leik síðastliðið haust og leikur því á meðal þeirra bestu í sumar.