Selfosssigur gegn Mílan

12109748_10207037966124161_6228178638134189102_o
12109748_10207037966124161_6228178638134189102_o

Selfoss mætti liði ÍF Mílan á "útivelli" í kvöld. Leikurinn var í sjöttu umferð 1. deildar karla en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum ásamt Fjölni í 2-4 sæti deildarinnar. Mílan þó fyrir ofan á markatölu en bæði lið höfðu unnið 3 leiki en tapað 2.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en jafnt var á flestum tölum þangað til í lok fyrri hálfleiks en þá náðu Selfyssingar smá forskoti og var staðan í hálfleik 9-11.

Í hálfleik var boðið upp á flotta sýningu frá meistaraflokki Selfoss í hópfimleikum en þau eru að undirbúa sig fyrir Norðurlandamótið í hópfimleikum sem fer fram 14. nóvember í Vodafonehöllinni. Hvetjum Selfyssinga til að mæta og hvetja liðið áfram, miðasala hér: https://www.tix.is...

Síðari hálfleikur byrjaði líkt og fyrri hálfleikur og náði Mílan að jafna leikinn í 11-11 fljótlega. Eftir 40 mínútna leik var staðan enn jöfn 13-13 en þá kom mjög góður kafli hjá Selfoss og breyttu þeir stöðunni í 14-25. Endaði leikurinn á góðum sigri Selfoss 16-26.

Umfjöllun sunnlenska.is um leikinn
Umfjöllun fimmeinn.is um leikinn

Myndasyrpa frá leiknum frá Jóhannesi Ásgeir Eiríkssyni

Markaskorun Selfoss
Teitur Örn 8
Elvar Örn 4
Árni Geir 3
Andri Már 3
Hergeir 3
Eyvindur Hrannar 2
Alexander Már 1
Árni Guðmunds 1
Egidijus 1

Birkir Fannar varði 15 skot þar af eitt víti og Helgi kom inn í lokin og varði 3 skot.

____________
Mynd: Jóhannes Ásgeir Eiríksson