Selfyssingar á toppinn

Magdalena Anna Reimus - GKS
Magdalena Anna Reimus - GKS

Selfoss vann öruggan sigur á Víkingi Ólafsvík í 1. deild kvenna á föstudag. Lokatölur á Selfossvelli voru 2-0, og var sigurinn síst of stór.

Magdalena Reimus kom liðinu yfir strax á 4. mínútu með skoti af stuttu færi úr teignum eftir sendingu innfyrir frá Kristrúnu Antonsdóttur. Alex Alugas kom Selfoss í 2-0 á 54. mínútu þegar hún fékk frábæra sendingu innfyrir frá Kristrúnu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er nú í toppsæti deildarinnar, í fyrsta skipti í sumar, með 23 stig eftir 11 leiki og tekur á móti Tindastóli föstudaginn 28. júlí kl. 18:00.

---

Magdalena kom Selfyssingum á bragðið.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl Sigurdórsson