Selfyssingar í sjöunda himni

Byrjunarlið kvöldsins
Byrjunarlið kvöldsins

Selfoss sigraði Álftanes örugglega í 1. umferð Mjólkurbikarsins þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum í kvöld. Okkar menn höfðu öll tök á leiknum strax frá upphafi en það var miðvörðurinn knái, Adrian Sanchez sem kom Selfyssingum yfir með skalla eftir hornspyrnu. Alexander Clive tvöfaldaði forskot okkar manna og þannig stóðu leikar í hálfleik, 2-0. 

Okkar menn skiptu þá heldur betur um í gír og bættu við fimm mörkum í síðari hálfleik. Þór Llorens skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu, Aron Einars skoraði snyrtilegt mark með hnitmiðuðu skoði, Sesar Örn gerði sitt fyrsta meistaraflokksmark og Alexander Clive bætti við tveimur mörkum og þar með þrenna frá honum í kvöld. Álftanes fékk vítaspyrnu undir lok leiks sem þeir nýttu. 

Lokatölur, 7-1 og eru Selfyssingar komnir í næstu umferð. Það kemur í ljós á morgun hvort það verði Reynir Hellissandi eða KFK sem bíða okkar í næstu umferð sem leikin verður strax um næstu helgi. 

Þökkum þeim fjölmörgu áhorfendum sem lögðu leið sína á völlinn í kvöld fyrir komuna.