Selfyssingar í U17 ára liði karla

Eysteinn Ernir, Dagur og Sesar Örn
Eysteinn Ernir, Dagur og Sesar Örn

Lúðvík Gunnarsson, nýráðinn landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið þá Dag Jósefsson, Eystein Erni Sverrisson og Sesar Örn Harðarson í æfingahóp liðsins sem æfir dagana 25.-27. janúar.

Liðið undirbýr sig fyrir milliriðil í undankeppni EM 2023, en Ísland er í riðli með Svartfjallalandi, Wales og Skotlandi.