Selfyssingar sigurvegarar Ragnarsmótsins

Handbolti - Ragnarsmótið 2017 Selfoss kk.
Handbolti - Ragnarsmótið 2017 Selfoss kk.

Selfyssingar báru sigur úr bítum á Ragnarsmótinu sem lauk í íþróttahúsi Vallaskóla á laugardag. Strákarnir báru sigurorð af liðum ÍR og Fjölnis en gerðu jafntefli við HK.

Nánar er fjallað um Ragnarsmót karla á vef Sunnlenska.is.

Í kvennaflokki var það lið Fram sem stóð uppi sem sigurvegari en Framarar unnu alla leiki sína á mótinu. Ungt lið Selfyssinga varð hins vegar að sætta sig við tap í öllum leikjum sínum á mótinu.

Nánar er fjallað um Ragnarsmót kvenna á vef Sunnlenska.is.

Hinn 16 ára gamli Selfyssingur Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður mótsins. Félagi hans, Teitur Örn Einarsson, varð markahæstur og Perla Ruth Albertsdóttir var valinn besti varnarmaður mótsins.

Eftirfarandi einstaklinar unnu til einstaklingsverðlauna:

Besti varnarmaður: Kristján Ottó Hjálmarsson, HK
Besti sóknarmaður: Björgvin Hólmgeirsson, ÍR
Besti markmaður: Óðinn Sigurðsson, ÍR
Markahæsti leikmaður: Teitur Örn Einarsson, Selfoss
Besti leikmaður mótsins: Haukur Þrastarson, Selfoss

Besti varnarmaður: Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss
Besti sóknarmaður: Diana Satkauskaite, Valur
Besti markmaður: Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram
Markahæsti leikmaður: Diana Satkauskaite, Valur
Besti leikmaður mótsins: Sandra Erlingsdóttir, ÍBV

---

Selfyssingar með sigurlaunin á Ragnarsmótinu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss